Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 07. júní 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Steinn: Lánsdvölin stóð alls ekki undir væntingum
Mynd: Getty Images
„Þetta tímabil var í raun smá vonbrigði, sérstaklega í láninu hjá Catanzaro," segir Bjarki Steinn Bjarkason sem ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 landsliðsins í dag.

Hann var um mitt tímabil lánaður frá Venezia til C-deildarliðsins Catanzaro þar sem hann var í litlu hlutverki og náði ekki að vinna sér inn sæti í liðinu.

„Fyrri hlutann var ég hjá Venezia og að æfa í góðum gæðum. Ég fékk minn fyrsta leik í Seríu-A sem var gott en því miður var þetta ekki nægilega gott í láninu."

Þjálfarinn ákvað að treysta á aðra leikmenn og Bjarki fékk ekki þann spiltíma sem hann vonaðist eftir.

„Ég gerði það en því miður gekk það ekki eftir," segir Bjarki sem er þó brattur og ákveðinn í að vinna sér inn sæti í liði Venezia, sem féll úr A-deildinni.

„Ég er mjög spenntur fyrir því. Við byrjum snemma í júlí og er klár í það að vinna mér inn sæti í liðinu í Seríu-B með Venezia."
Bjarki Steinn: Hellings möguleiki á að komast á stórmót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner