Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mið 07. júní 2023 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ísak mjög hreinskilinn: Mér alltaf fleygt aftur á bekkinn
Icelandair
Ísak á æfingunni í dag.
Ísak á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Með föður sínum, aðstoðarlandsliðsþjálfaranum Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er mættur til móts við íslenska landsliðið eftir að hafa unnið tvöfalt með FC Kaupmannahöfn í Danmörku á tímabilinu sem var að líða.

Ísak er hins vegar ekki sáttur með stöðu sína hjá félaginu en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu.

„Ég er náttúrulega fyrst og fremst ósáttur hvernig er komið fram við mig," sagði Ísak við Fótbolta.net í dag.

„Ég spila mjög góðan leik við AGF þegar við tryggjum okkur titilinn. Svo er mér fleygt aftur á bekkinn. Það er staða sem ég er ekki sáttur með. Ég hef sýnt það þegar ég spila á miðjunni að ég eigi að spila í þessu liði."

„Ég get ekki stjórnað þessu. Ég þarf kannski að fara að spá í því hvernig er komið fram við mig þarna og fara að gera eitthvað annað. Núna er ég með fulla einbeitingu á landsleikina og að standa mig vel hérna."

Ísak átti mjög góðan leik gegn AGF á dögunum - eins og hann segir - og fékk hann mikið hrós frá stuðningsmönnum eftir leikinn. „Hvað meira get ég gert? Ég bjó til endalaust af færum fyrir liðsfélaga mína og spilaði mjög góðan leik. Sama hvað ég geri, þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Það er bara staðan eins og hún er núna, og ég er ekki sáttur við hana. Mér finnst þetta ósanngjarnt, sérstaklega þegar maður er að standa sig vel inn á vellinum. Maður getur ekki gert meira en það."

Ísak segir að það öll einbeiting á landsleikjunum núna en eftir þá kemur hann til með að hugsa sína möguleika. „Núna vil ég reyna að vinna þennan Slóvakíuleik og hjálpa Íslandi að ná í þrjú stig þar. Svo gæti vel verið að ég skoði mína möguleika," sagði hinn tvítugi Ísak í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.

Framundan hjá Íslandi eru mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal.

Við biðjumst velvirðingar á vindhljóði í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner