Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 07. júní 2023 00:35
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Þórdís Elva: Sérfræðingar og aðrir mega tala um eitthvað annað
Kvenaboltinn
Þórdís fagnar markinu
Þórdís fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Bara ánægð, erfiður leikur. Þær spila fínan fótbolta og við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar til að ná að vinna hérna í dag“ sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 sigur á Þór/KA á Hlíðarenda í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þór/KA

Valsarar óðu í færum allan leikinn og það var eiginlega með ólíkindum að þær hafi ekki náð að setja mark í fyrri hálfleik. Þær misstu þó ekki dampinn og komu með hausinn rétt skrúfaðan á í seinni hálfleik en hvað var rætt í hálfleiknum sjálfum?

Við vissum að við værum búnar að vera meira með boltann og værum búnar að fá sóknir á þær, við þurftum bara að halda áfram. Að spila á móti svona liði eins og Þór/KA, maður verður að vera þolinmóður annars gengur þetta ekki upp.“

Þórdís skoraði eina mark leiksins og það var svo sannarlega ekki af verri endanum. Aðspurð hvernig henni hafi liðið að sjá boltann í netinu segir hún: „Mér leið mjög vel. Ég fékk hann þarna uppi og vissi af Elísu í hlaupinu en þegar ég sá hvar boltinn lá fyrir mér þá tók ég skotið.“

Valsarar eru efstir í deildinni eins og er þrátt fyrir að hafa misst mikið úr liðinu sem vann tvennuna í fyrra en hvernig birtist þetta Valskonum?

Við vitum alveg hvað við getum og það mega aðrir sérfræðingar og aðrir tala um eitthvað annað en við erum bara að fókusa á okkur sjálfar.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 


Athugasemdir
banner