Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 07. júní 2023 00:35
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Þórdís Elva: Sérfræðingar og aðrir mega tala um eitthvað annað
Kvenaboltinn
Þórdís fagnar markinu
Þórdís fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Bara ánægð, erfiður leikur. Þær spila fínan fótbolta og við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar til að ná að vinna hérna í dag“ sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 sigur á Þór/KA á Hlíðarenda í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þór/KA

Valsarar óðu í færum allan leikinn og það var eiginlega með ólíkindum að þær hafi ekki náð að setja mark í fyrri hálfleik. Þær misstu þó ekki dampinn og komu með hausinn rétt skrúfaðan á í seinni hálfleik en hvað var rætt í hálfleiknum sjálfum?

Við vissum að við værum búnar að vera meira með boltann og værum búnar að fá sóknir á þær, við þurftum bara að halda áfram. Að spila á móti svona liði eins og Þór/KA, maður verður að vera þolinmóður annars gengur þetta ekki upp.“

Þórdís skoraði eina mark leiksins og það var svo sannarlega ekki af verri endanum. Aðspurð hvernig henni hafi liðið að sjá boltann í netinu segir hún: „Mér leið mjög vel. Ég fékk hann þarna uppi og vissi af Elísu í hlaupinu en þegar ég sá hvar boltinn lá fyrir mér þá tók ég skotið.“

Valsarar eru efstir í deildinni eins og er þrátt fyrir að hafa misst mikið úr liðinu sem vann tvennuna í fyrra en hvernig birtist þetta Valskonum?

Við vitum alveg hvað við getum og það mega aðrir sérfræðingar og aðrir tala um eitthvað annað en við erum bara að fókusa á okkur sjálfar.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner