Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 07. júní 2023 00:35
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Þórdís Elva: Sérfræðingar og aðrir mega tala um eitthvað annað
Kvenaboltinn
Þórdís fagnar markinu
Þórdís fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Bara ánægð, erfiður leikur. Þær spila fínan fótbolta og við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðar til að ná að vinna hérna í dag“ sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir, leikmaður Vals, eftir 1-0 sigur á Þór/KA á Hlíðarenda í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Þór/KA

Valsarar óðu í færum allan leikinn og það var eiginlega með ólíkindum að þær hafi ekki náð að setja mark í fyrri hálfleik. Þær misstu þó ekki dampinn og komu með hausinn rétt skrúfaðan á í seinni hálfleik en hvað var rætt í hálfleiknum sjálfum?

Við vissum að við værum búnar að vera meira með boltann og værum búnar að fá sóknir á þær, við þurftum bara að halda áfram. Að spila á móti svona liði eins og Þór/KA, maður verður að vera þolinmóður annars gengur þetta ekki upp.“

Þórdís skoraði eina mark leiksins og það var svo sannarlega ekki af verri endanum. Aðspurð hvernig henni hafi liðið að sjá boltann í netinu segir hún: „Mér leið mjög vel. Ég fékk hann þarna uppi og vissi af Elísu í hlaupinu en þegar ég sá hvar boltinn lá fyrir mér þá tók ég skotið.“

Valsarar eru efstir í deildinni eins og er þrátt fyrir að hafa misst mikið úr liðinu sem vann tvennuna í fyrra en hvernig birtist þetta Valskonum?

Við vitum alveg hvað við getum og það mega aðrir sérfræðingar og aðrir tala um eitthvað annað en við erum bara að fókusa á okkur sjálfar.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner