Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 07. júlí 2018 20:57
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Króatía sigraði eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni
Rússar fagna marky Cheryshev.
Rússar fagna marky Cheryshev.
Mynd: Getty Images
Kramaric jafnaði metin.
Kramaric jafnaði metin.
Mynd: Getty Images
Rússland 2 - 2 Króatía (Króatia vann 3-4 í vítakeppni)
1-0 Denis Cheryshev ('31 )
1-1 Andrej Kramaric ('39 )
1-2 Domagoj Vida ('101 )
2-2 Mario Fernandes ('115 )

Síðasta leik 8-liða úrslitanna er lokið og það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum.

Bæði lið fengu nokkur góð tækifæri í upphafi leiks en það var hinsvegar Cheryshev sem braut ísinn á 31. mínútu með stórglæsilegu marki. Hann lét þá vaða af rúmlega 20 metra færi og boltinn söng í netinu.

Kramaric jafnaði fyrir Króatíu einungis átt mínútum síðar með góðum skalla eftir sendingu Mandzukic. Jafnt í hálfleik. Rússar spiluðu vel í fyrri hálfleik en Króatar réðu ferðinni í þeim síðari. Kramaric átti meðal annars skot í stöng, boltinn skoppaði meðfram línunni en á einhvern ótrúlegan hátt fór hann ekki í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og uppbótartími hófst.

Í uppbótartíma kom Domagoj Vida Króatíu yfir. Boltinn barst fyrir, Vida var mættur og skallaði boltann í netið. Rússarnir voru hinsvegar langt frá því að gefast upp og á 115. mínútu jafnaði hinn Brasilíski Fernandes metin. Aukaspyrna Dzagoev rataði beint á kollinn á Fernandes sem setti boltann í markið. 2-2 í uppbótartíma og grípa varð til vítaspyrnukeppni.

Bæði lið voru nokkuð taugaóstyrk og þó nokkur víti voru varin. Króatía hafði hinsvegar sterkari taugar og sigraði leikinn.

Vítaspyrnukeppnin:
2-2 Smolov klúðraði
2-3 Brozovic skoraði
3-3 Dzagoev skoraði
3-3 Kovacic klúðraði
3-3 Fernandes klúðraði
3-4 Modric skoraði
4-4 Ignashevich skoraði
4-5 Vidaj skoraði
5-5 Kuzyaev skoraði
5-6 Rakitic skoraði

Hvað þýða þessi úrslit?
Króatía er komið áfram í undanúrslit þar sem liðið mætir Englandi í leik sem verður líklega gríðarlega jafn.
Athugasemdir
banner