Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Ísak Bergmann fær gífurlega mikið lof
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur slegið í gegn í byrjun tímabils í sænsku úrvalsdeildinni. Ísak skoraði sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni í 3-1 sigri á IFK Gautaborg í gær.

Norrköping er á toppnum með 16 stig eftir sex leiki en Ísak hefur lagt upp þrjú mörk nú þegar í deildinni.

Ísak hefur vakið mikla athygli á miðjunni hjá Norrköping í upphafi tímabils og sænskir fjölmiðlar hafa hrósað frammistöðu hans í hástert.

„Ísak Bergmann Jóhannesson er með yfirsýn og leikskilning í heimsklassa," sagði Simon Thern, miðjumaður Norrköping eftir leikinn í gær.

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hrósaði Ísak einnig í hástert en Arnór fór á sínum tíma frá Norrköping til CSKA Moskvu.

Ísak kom til Norrköping frá ÍA eftir sumarið 2018 en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna og fyrrum landsliðsmaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner