Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 07. júlí 2020 22:27
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia ætlar í Evrópu - Jafnt hjá Atletico
Celta Vigo er svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í efstu deild spænska boltans og gerði liðið 1-1 jafntefli við sterkt lið Atletico Madrid í kvöld.

Alvaro Morata skoraði eftir 50 sekúndur og voru heimamenn í Vigo óheppnir að jafna ekki fyrir leikhlé.

Francisco Beltran jafnaði með mögnuðu marki snemma í síðari hálfleik. Mögulegt er að Beltran hafi hitt knöttinn illa og þess vegna skorað en við leyfum honum að njóta vafans.

Celta er núna sjö stigum frá fallsvæðinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Atletico er svo gott sem búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Celta 1 - 1 Atletico Madrid
0-1 Alvaro Morata ('1 )
1-1 Fran Beltran ('49 )

Valencia hafði þá betur gegn Real Valladolid og er aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn.

Valencia stjórnaði fyrri hálfleiknum og skoraði Maxi Gomez eina markið en gestirnir tóku öll völd á vellinum eftir leikhlé og voru snöggir að jafna með marki frá Victor Garcia.

Gestirnir frá Valladolid voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk en suður-kóreski táningurinn King-in Lee gerði glæsilegt sigurmark fyrir Valencia á lokamínútunum.

Valladolid siglir lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar, tíu stigum frá falli.

Valencia 2 - 1 Valladolid
1-0 Maxi Gomez ('30 )
1-1 Victor Garcia ('47 )
2-1 Kang-in Lee ('89 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner