Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   mán 07. júlí 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shaina Ashouri aftur í Víking (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur fengið sterkan liðsstyrk í Bestu deild kvenna en Shaina Ashouri er komin aftur.

Shaina lék með Víkingi á síðustu leiktíð þar sem hún lék 23 leiki í Bestu deildinni og skoraði átta mörk þegar liðið endaði í 3. sæti. Hún fór til Kanada í vetur og lék með Toronto.

Hún er bandarísk og er 28 ára gömul en hún kom fyrst hingað til lands árið 2021 og lék með Þór/KA. Hún fór síðan í borgina og lék með FH í tvö tímabil áður en hún gekk til liðs við Víking.

Eftir frábært tímabil í fyrra hefur liðið verið í brasi í ár. Liðið er í 9. sæti með sjö stig. John Andrews, þjálfari, og Björn Sigurbjörnsson, aðstoðarþjálfari, voru látnir taka pokann sinn fyrir EM hlé og Einar Guðnason var ráðinn þjálfari liðsins.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 15 13 1 1 61 - 11 +50 40
2.    FH 15 11 2 2 38 - 17 +21 35
3.    Þróttur R. 15 9 2 4 27 - 18 +9 29
4.    Valur 15 7 3 5 22 - 21 +1 24
5.    Þór/KA 14 7 0 7 27 - 25 +2 21
6.    Víkingur R. 15 5 1 9 31 - 36 -5 16
7.    Stjarnan 14 5 1 8 19 - 30 -11 16
8.    Fram 14 5 0 9 20 - 38 -18 15
9.    Tindastóll 15 4 2 9 19 - 34 -15 14
10.    FHL 14 1 0 13 8 - 42 -34 3
Athugasemdir
banner