Alfreð býr yfir mikilli reynslu úr fótboltaheiminum og er einnig með gráðu úr Sports Management námi.a
Alfreð Finnbogason var ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki í síðustu viku. Alfreð hefur þegar hafið störf og mun sinna þessu hlutverki með fram því að spila áfram með Eupen í Belgíu.
Starfið felst í því að vera ráðgjafi varðandi fótboltalegar ákvarðanir, t.d. að semja við leikmenn, og byggja upp stefnu sem svo félagið fylgir.
Starfið felst í því að vera ráðgjafi varðandi fótboltalegar ákvarðanir, t.d. að semja við leikmenn, og byggja upp stefnu sem svo félagið fylgir.
„Mér líst auðvitað mjög vel á að fá Alfreð í starf hjá félaginu. Þegar hans leikmannaferli lýkur þá verður frábært að fá hann hingað á staðinn. Þangað til þá reynir hann að koma sér inn í hlutina, við höfum talað saman og átt góð samtöl," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net eftir sigurinn á Fylki í gær.
„Hann fylgist vel með því sem er að gerast og reynir að setja sig inn í hlutina. Allir punktar og allar skoðanir sem hann hefur fram að færa er eitthvað sem við getum klárlega nýtt okkur. Fyrir framtíðina er mjög mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér starfskrafta svona öflugs einstaklings og auðvitað mikils Blika."
Athugasemdir