Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. ágúst 2024 11:32
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar ekki að rífa Old Trafford þó nýr leikvangur verði byggður
Hugmyndir eru uppi um að Old Trafford verði minnkaður niður í 30 þúsund sæti.
Hugmyndir eru uppi um að Old Trafford verði minnkaður niður í 30 þúsund sæti.
Mynd: Getty Images
Manchester United hyggst ekki rífa Old Trafford þó félagið byggi nýjan leikvang. Hugmyndir eru um að Old Trafford verði minnkaður niður í 30 þúsund manna leikvang sem verði notaður fyrir kvenna- og unglingalið félagsins.

Með þessu vill félagið einnig virða söguna og stytturnar af Sir Alex Ferguson, Sir Matt Busby, Denis Law, George Best og Sir Bobby Charlton halda sér óhreyfðar.

Eins og fjallað hefur verið um þá vill Sir Jim Ratcliffe að áætlanir Manchester United verði klárar í desember. Vilji er fyrir því að byggja nýjan 100 þúsund manna leikvang rétt við Old Trafford sem myndi kosta um 2 milljarða punda.

Framkvæmdir myndu taka um sex ár og Old Trafford því notaður á meðan leikvangurinn er byggður. Old Trafford tekur í dag 74.310 áhorfendur.
Athugasemdir
banner
banner