Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. ágúst 2024 18:30
Sölvi Haraldsson
Veliz lánaður frá Tottenham í Espanyol (Staðfest)
Veliz er mættur í spænska boltann á ný.
Veliz er mættur í spænska boltann á ný.
Mynd: Getty Images

Argentíski framherjinn Alejo Veliz hefur gengið til liðs við La Liga liðsins Espanyol. Veliz er tvítugur en hefur spilað í spænsku úrvalsdeildinni áður.


Veliz eyddi seinni helmingnum af seinasta tímabili á láni hjá Sevilla. Hann spilaði þar 6 leiki en mistókst að skora. Hann gekk í raðir Tottenham frá Rosario Central fyrir seinasta tímabil.

Í fyrra tók hann þátt í 8 deildarleikjum og skoraði eitt mark fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Það mark kom í 4-2 tapleik gegn Brighton í Brighton.

Hann á enga landsleiki fyrir Argentínu en hefur spilað 8 U20 landsleiki og skorað í þeim 3 mörk.

Hann er núna mættur í La Liga á ný þar sem Espanyol spila eftir að hafa farið upp um deild á seinustu leiktíð. Espanyol lenti í 4. sæti í La Liga 2 í fyrra en fóru í umspilið og unnu það. Tímabilið þar á undan féllu þeir úr La Liga en þeir hafa verið að hoppa á milli deilda undanfarin 5 ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner