Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 13:03
Magnús Már Einarsson
Foden og Greenwood biðjast afsökunar - Í tveggja vikna sóttkví?
Phil Foden í leiknum gegn Íslandi á laugardaginn.
Phil Foden í leiknum gegn Íslandi á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að Mason Greenwood og Phil Foden hafi beðist afsökunar á að hafa hitt tvær íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins um helgina.

Hinn 18 ára gamli Greenwood og hinn tvítugi Foden fara ekki með enska landsliðinu til Danmerkur í dag heldur fara þeir heim til Englands. Útlit er fyrir að þeir fari í tveggja vikna sóttkví við heimkomu og missi af fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni með liðum sínum Manchester United og Manchester City.

„Þeir hafa hagað sér barnalega og við höfum tekið á því. Ég veit af aldri þeirra en heimurinn er allur að takast á við þennan faraldur," sagði Southgate á fréttamannafundi í dag.

„Ég er faðir og á börn og unglinga. Ég veit að fólk gerir mistök en ég er ekki að afsaka þetta."

Báðir leikmennirnir voru að spila sinn fyrsta landsleik á laugardag og aðspurður hvort þetta hafi áhrif á framtíð þeirra í landsliðinu sagði Southgate: „Þetta eru tveir strákar sem ég þekki ekki mjög vel í augnablikinu svo ég get ekki talað meira um það. Ég þarf að ræða við þá á réttan hátt. Þeir bera mikla ábyrgð og þeir eru búnir að biðjast afsökunar."
Athugasemdir
banner