mán 07. september 2020 10:40
Magnús Már Einarsson
Foden og Greenwood brutu reglur - Buðu íslenskum stelpum á hótelið
Phil Foden í leiknum á laugardaginn.
Phil Foden í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mason Greenwood fagnar marki Raheem Sterling á laugardag.
Mason Greenwood fagnar marki Raheem Sterling á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mason Greenwood, framherji Manchester United, og Phil Foden, miðjumaður Manchester City, brutu reglur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum í heimsókn á hótel enska landsliðsins um helgina. 433.is fjallar ítarlega um málið í dag.

Leikmenn landsliða í Evrópu eru í „búbblu" á hótelum í landsliðsferðum þessa dagana en þeir mega ekki fá hitta fjölskyldur sínar eða neina aðra vegna smihættu vegna kórónaveirunnar.

Greenwood og Foden buðu hins vegar tveimur íslenskum stelpum í heimsókn á hótelið um helgina. 433.is segir frá því að stelpurnar hafi sýnt frá heimsókninni á Snapchat en þar birtu þær myndbrot af Foden og Greenwood.

„Casual sunday hjá okkur XXXX. Hún var að bóka hótel til að hitta hvern?,“ segir önnur stelpan á myndbandinu og hin svarar. „Mason Greenwood, ég er stressuð. Mjög fokking stressuð.“

Stelpurnar ræddu báðar málið við blaðamann 433.is nú í morgun en vildu lítið segja. „Við viljum ekki ræða þetta, við viljum ekki koma þeim í klípu,“ sagði önnur stúlkan.

Stelpurnar voru miður sín að myndbandið og myndir af þeim væru í umferð. Myndbandið hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini en einhver hafi stungið þær í bakið með því að taka það upp.

Hinn 18 ára gamli Greenwood er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi Rebecca Cooke og eiga þau saman tæplega tveggja ára gamlan strák.

Enska landsliðið er ennþá á Íslandi og er í þessum skrifuðu orðum á æfingu á Laugardalsvelli. Síðar í dag flýgur liðið til Kaupmannahafnar fyrir leikinn gegn Dönum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner