Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 11:10
Magnús Már Einarsson
FH vonast til að halda Morten Beck
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar eru bjartsýnir á að ná að framlengja samning sinn við danska framherjann Morten Beck.

Hinn 31 árs gamli Beck kom til FH í júlí og hjálpaði liðinu mikið síðari hluta sumars.

Beck skoraði átta mörk í jafnmörgum leikjum í Pepsi Max-deildinni síðari hluta sumars og hjálpaði FH að landa Evrópusæti.

„Ég geri ráð fyrir því að hann verði áfram. Það er vilji hjá báðum aðilum um það," sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, við Fótbolta.net í dag.

Beck spilaði með KR í Pepsi-deildinni árið 2016 en þá skoraði hann sex mörk í 21 leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner