Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Öllu mótahaldi frestað um viku
Ekkert verður spilað næstu vikuna
Ekkert verður spilað næstu vikuna
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Öllu mótahaldi á Íslandi hefur verið frestað um viku vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Þetta gildir í öllum aldursflokkum en KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld.

Í reglugerð sem var birt í gær þá kom fram að íþróttir sem fara fram utandyra eru heimilaðir en Almannavarnir hafa mælt með því að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar.

Ástæða þess er fjölgun á smitum á Íslandi en í fyrradag greindust 99 innanlandssmit og þurfti þvi að grípa til viðeigandi ráðstafana.

KSÍ hefur nú greint frá því að öllu mótahaldi hefur verið frestað um viku en staðan verður endurmetin í næstu viku.

Tveir leikir áttu að fara fram í kvöld í Pepsi Max-kvenna og 2. deild kvenna en þeim leikjum var frestað. Tvær umferðir eru eftir af Pepsi Max-deild kvenna en tvö lið eiga þrjú leiki eftir og þá á KR fjóra leiki eftir.

Þá eru fjórar umferðir eftir af Pepsi Max-deild karla.

Frétt frá KSÍ:

Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku.

Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta.

Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja.

Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á.

Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner