Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 07. október 2023 17:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Enginn í stjórnarfélagi sem á að skipta sér að því hvaða leikmenn eru nógu góðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR hefur þjálfað sinn síðasta leik fyrir félagið í bili. KR tapaði 3-1 fyrir FH í dag en hann segir að það hafi verið fúlt að enda þetta á tapi.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 KR

„Það eru blendnar tilfinningar, í fyrsta lagi að hætta með KR og síðan að tapa leiknum. Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Við áttum að vera komnir í 3-0 allavega þegar að þeir fá sitt fyrsta færi. Þannig maður er svona súr að tapa en við nýtum bara færin okkar ekki nægilega vel í dag og komumst aftur inn í leikinn, jöfnum 1-1 í upphafi síðari hálfleiks og erum með leikinn í okkar hendi þegar við gefum þeim vítaspyrnu. Þá svona náum við ekki alveg að fylgja því eftir, góðri byrjun á seinni hálfleik. Eftir að þeir komast í 2-1 fannst mér við ekki búa til nægilega mikið af færum."

Næstu skref frá Rúnari eru óljós en hann segist vera tilbúinn að taka næsta skref, hvað það nú verður.

„Maður þarf aðeins bara að ´reflecta´ á það sem maður er búinn að gera undanfarin ár hjá KR. Bara að skoða stöðuna, sjá hvað ég vil taka mér fyrir hendur og hvort að maður haldi áfram í þjálfun eða geri eitthvað allt annað. Maður þarf svona aðeins að leggjast yfir þessa hluti næstu vikurnar og skoða sín mál. Hvort það komi einhver tilboð, hvort einhver hringi í mig eða hvort ég muni bara sleppa því að svara símanum og geri eitthvað allt annað."

Þegar litið er til baka þá er margt sem Rúnar getur verið stoltur af á sínum tíma hjá KR þó svo að hann segi sjálfur að það er margt sem hann hefði viljað að færi betur.

„Heilt yfir ef ég fer aftur alveg til ársins 2010 þegar ég tek við þá er það alveg mjög gott. Síðustu 6 árin hafa kannski verið svolítið mögur en eins og ég sagði við ykkur í viðtölum í síðustu viku þá er einn titill á síðustu sex árum ekki það sem KR vill, því að saga félagsins er það rík og góð. En þú vinnur ekki deildina nema að vera með góða leikmenn og vera með stóran og góðan leikmannahóp, og við höfum ekki verið með það síðustu ár. Eftir covid árið þegar við förum í undanúrslit í bikar, ég man nú ekki hvar við vorum í deildinni, Valsmenn voru að rúlla henni upp og við vorum ekki í séns þar. Eftir það er þetta búið að vera erfitt, menn að hagræða rekstrinum og laga einhverja hluti og ég skil það, maður verður að eiga fyrir hlutunum. Við þurfum að hafa reksturinn góðan og það er það sem við erum búnir að vera vinna í. Þá fær maður kannski ekki þann gæða leikmann sem maður hefði viljað fá, og maður hefur ekki fengið að endursemja við leikmenn sem maður hefði viljað semja við, af því að einhverjum mönnum finnst þeir kannski of dýrir. Eins og ég segi alltaf að þá á að leyfa þjálfaranum að dæma um það. Það eru fáir aðrir í stjórnarfélagi eða bara enginn í stjórnarfélagi sem á að skipta sér að því, ef að þjálfarinn vill fá leikmenn að segja mér eða öðrum þjálfurum að þessi eða hinn sé ekki nægilega góður. Ég held það sé alltaf best að þjálfarinn fái það vald, og maður skilur það ef að leikmenn eru of dýrir, þá er ekki hægt að fá alla. Við höfum ekki getað sótt leikmenn í efstu hillurnar, við höfum þurft að leita svolítið neðar."



Athugasemdir