„Frá miðjunni!!!!! Víkingar eru í sókn en Stjörnumenn ná að hreinsa. Emil fær þá boltan á eigin vallarhelming og sér að Pálmi er kominn langt út úr markinu. Emil tekur þá skotið inn á eigin vallarhelmingi og nær að setja boltann yfir Pálma og í netið! Ótrúlegt skot!!"
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
Svona lýsti Haraldur Örn Haraldsson fyrsta markinu í 2 - 2 jafntefli Víkings og Stjörnunnar í Bestu-deild karla í textalýsingu hér á Fótbolti.net í gær.
Haukur Gunnarsson var líka á leiknum fyrir Fótbolti.net, hann var vopnaður myndavél og náið þessari mögnuðu syrpu af markinu sem má sjá hér neðar.
Þá má hér sjá þetta magnaða mark:
Emil Atlason?
— Besta deildin (@bestadeildin) October 7, 2024
Eitt af flottustu mörkum í sögu efstu deildar?? #bestadeildin pic.twitter.com/G2lxN9Zd16
Athugasemdir