Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 07. október 2025 16:40
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntar, gott að vera búnar að klára Íslandsmeistaratitilinn og Nik kynnti það helsta fyrir okkur í gær," segir Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn serbneska liðinu Spartak Subotica í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og seinni leikurinn verður svo spilaður í Serbíu.

„Þær eru með mjög tekníska leikmenn, góðar inn á miðsvæðinu. Við þurfum að vera þéttar og spila okakr leik. Það getur verið snúið að spila leiki á móti liðum sem maður hefur ekki mætt áður, verður svolítið öðruvísi. Það er mikilvægt fyrir okkur að ná í góð úrslit á morgun."

Agla María er vön því að spila stóra leiki, bæði með Breiðabliki og íslenska landsliðið. Hún var spurð út í undirbúninginn kvöldið og daginn fyrir stóra leiki.

„Ósköp svipað, það er öðruvísi þegar maður er erlendis að spila, þá er ekki vinna og svoleiðis. Annars er þetta það hefðbundna bara, breyta sem minnstu, vinnan og svo fer með að keppa."

Evrópubikarinn er ný keppni og lið sem falla út úr forkeppni Meistaradeildarinnar geta fallið niður í þessa keppni. „Bæði fyrir íslenskan fótbolta og kvennafótboltann í heiminum finnst mér mjög jákvætt skref að vera loksins komin með deild fyrir neðan Meistaradeildina. Það er alveg frekar glatað fyrir hörkulið sem detta snemma út úr Meistaradeildinni að það sé ekkert framundan í Evrópu, mér finnst þetta því alveg mjög hvetjandi fyrirkomulag. Strákarnir fá séns eftir séns, en við höfum alltaf fengið einn séns, þannig það er rosa gott að það sé búið að koma á þessu fyrirkomulagi."

Hvað þýðir það fyrir Öglu Maríu að spila Evrópuleiki?

„Það er aðallega skemmtilegt, maður spilar á móti yfirleitt sömu liðunum í deildinni, gert það í mörg ár og þetta er extra; extra að fá að spila Evrópuleiki og extra að ferðast erlendis."

„Fullkomið plan á morgun væri að komast yfir snemma og helst vinna með nokkrum mörkum,"
segir fyrirliðinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.
Athugasemdir