Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   þri 07. október 2025 17:08
Snæbjört Pálsdóttir
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda gæti tekið þátt í einvíginu.
Áslaug Munda gæti tekið þátt í einvíginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'g er ánægður að við erum búin að vinna deildina og getum því einbeitt okkur að þessari keppni og erum með allan möguleika í heiminum á því að komast í 16-liða úrslit'
'g er ánægður að við erum búin að vinna deildina og getum því einbeitt okkur að þessari keppni og erum með allan möguleika í heiminum á því að komast í 16-liða úrslit'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er glænýr andstæðingur, höfum heldur aldrei mætt liði frá Serbíu áður. Þetta snýst bara um að undirbúa okkur eins vel og mögulegt er, horfa á eins marga leiki og hægt er, en þeir hafa ekki verið það margir, og reyna finna eitthvað sem við getum nýtt okkur," segir Nik Chamberlain, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, fyrir leik liðsins gegn Spartak Subotica í Evrópubikarnum á morgun.

Nik ræddi við Fótbolta.net í aðdraganda leiksins, sem er fyrri leikur liðanna í tveggja leikja einvígi í Evrópubikarnum. Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:00 og fer fram á Kópavogsvelli.

„Þær spila svolítið öðruvísi bolta en sum af þeim liðum sem við höfum mætt á Íslandi. En að stærstum hluta býst ég við að við getum gert það sama og við gerum í deildinni. Þegar við erum með boltann býst ég við að þær muni falla til baka, reyna vera þéttar, gera okkur erfitt fyrir og sækja svo hratt á okkur. Við erum undirbúin undir það. Þegar við erum með boltann þurfum við að þvinga boltann inn í þau svæði sem við viljum, eins og við höfum gert í allt sumar gegn liðum í þriggja manna vörn því þær byggja upp með þrjár aftast. Við höfum farið aðeins í gegnum það og við ættum að vera eins vel undirbúin og hægt er."

„Það er mikilvægt að stjórna taktinum til að byrja með, sérstaklega á heimavelli viltu stimpla þig vel inn. Við viljum gera það í öllum leikjum, sá eini sem við náðum ekki að gera það í var gegn Twente (í Meistaradeildinni) því þær eru á öðru getustigi og við þurftum að reyna stjórna þeim leik á annan hátt. Við viljum ná boltanum undir stjórn og spila á okkar tempói. Sá hraði sem við höfum spilað á í deildinni ætti að koma okkur á góðan stað."

„Orkan ætti að vera góð í leikmönnum, við spiluðum á föstudag og ættum að vera búin að ná leiknum úr Víkingi úr okkur. Ég er mjög ánægður að við gátum spilað þann leik á föstudag, upprunalega átti sá leikur að vera á laugardag en ég er ánægður að allir sem komu að þeim leik gátu séð mikilvægi þessa Evrópuleiks og voru tilbúnir að færa leikinn. Það er mikilvægt fyrir íslenskan fótbolta, karla- og kvenna, að styðja liðin sem taka þátt í Evrópu því stigin sem safnast telja á næstu árum."

„Ég held að við séum öll spennt, þetta er ný keppni og spilað við sama liðið heima og úti. Þetta verður góð reynsla sem við munum njóta. Ég er ánægður að við erum búin að vinna deildina og getum því einbeitt okkur að þessari keppni og erum með allan möguleika í heiminum á því að komast í 16-liða úrslit."

„Ég vil sjá okkur spila eins og við höfum spilað allt árið, ef við leggjum hart að okkur, stýrum leiknum, spilum spennandi fótbolta og sýnum ákefð án bolta þá getum við gert skaða, allavega í þessari umferð. Svo veit maður aldrei hvað getur gerst. Ég hef trú á því að stelpurnar munu mæta vel stemmdar og sýna góða frammistöðu á morgun."

„Næstum allar eru klárar í slaginn, (Áslaug) Munda er að vinna sig hægt og rólega til baka og gæti tekið þátt í öðrum leiknum og sú eina sem verður lengi frá er Elín Helena."


Nik var spurður út í þessa nýju keppni, Evrópubikarinn, sem er stigið fyrir neðan Meistaradeildina.

„Ég held þetta verði mikilvæg keppni, ég er ánægður að UEFA hafi ákveðið að setja þessa keppni á laggirnar. Ég býst við að þessi keppni verði spiluð í einhver ár og mögulega verður riðlakeppni í henni í framtíðinni. Fyrir íslenskan fótbolta er þetta mikilvæg keppni því möguleikinn á því að komast í lokakeppni Meistaradeildarinnar er lítill. Þú þarft smá heppni með dráttinn og svo til að komast í þessa keppni þarf bara að vinna einn leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. Það er mikilvægt fyrir íslensk lið að vinna allavega einn leik í Meistaradeildinni og komast þannig inn í þessa keppni."

Nik mun taka við Kristianstad eftir tímabilið. Hvaða þýðingu væri fyrir hann að ná í sigur í leiknum á morgun, einum af hans síðustu sem þjálfari Breiðabliks?

„Ég hef ekki hugsað út í það því við eigum eftir tvo deildarleiki og vonandi fjóra Evrópuleiki í viðbót. Þegar kemur að síðasta leiknum mun ég hugsa um það, þangað til er þetta bara eins og hver annar leikur, hver annar dagur á skrifstofunni og ég vonast eftir sigri," segir Nik.
Athugasemdir
banner