Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola útskýrir af hverju hann valdi Walker í markið
Walker varði eitt skot.
Walker varði eitt skot.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Kyle Walker spilaði síðustu mínúturnar í markinu í 1-1 jafntefli Manchester City og Atalanta í gær.

Ederson fór meiddur af velli í hálfleik og Claudio Bravo, sem kom inn á fyrir hann, fékk rauða spjaldið á 81. mínútu.

Pep Guardiola ráðfærði sig við markmannsþjálfara City og ákvað síðan að setja Walker inn á í markið.

„Við vissum ekki hvað við myndum gera í þessari stöðu en Xavi Mancisidor, markmannsþjálfari okkar, mælti með honum af því að hann er hugrakkur og fljótur," sagði Guardiola eftir leik.

„Við vorum heppnir að fá einungis eitt skot á okkur þegar hann var í markinu en ég vil óska honum til hamingju með hugrekkið og ástríðuna í að hjálpa liðinu í þessari stöðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner