Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mán 07. nóvember 2022 21:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Veit ekki hvernig Þór ætlaði að lifa af næstu 2-3 árin ef við hefðum ekki gert það"
Lengjudeildin
Það hefur verið æðislegt
Það hefur verið æðislegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigri fagnað í Grindavík
Sigri fagnað í Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við fyrstu sýn virkar þetta miklu auðveldara
Við fyrstu sýn virkar þetta miklu auðveldara
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Kristófer Kristjánsson lék stórt hlutverk í sumar. 'Við sáum að þessir leikmenn sem eru í 2. flokki og fengu stóra rullu hoppuðu tvö ár fram í tímann eiginlega'
Kristófer Kristjánsson lék stórt hlutverk í sumar. 'Við sáum að þessir leikmenn sem eru í 2. flokki og fengu stóra rullu hoppuðu tvö ár fram í tímann eiginlega'
Mynd: Páll Jóhannesson
Alexander Már kom vel inn í Þórsliðið.
Alexander Már kom vel inn í Þórsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Árið er búið að vera rússíbanaferð, búnar að vera gríðarlega miklar breytingar á leikmannahópnum. Bæði sorgir og gleði, allur skalinn," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, við Fótbolta.net í dag. Láki, eins og hann er oftast kallaður, tók við sem þjálfari Þórs eftir tímabilið 2021 og gerði þriggja ára samning við félagið. Farið var yfir árið með Láka, bæði innan og utan vallar hjá Þór.

„Ég er stolastur af því að það sé kominn heildarsvipur á þetta. Þegar ég kom þá ræddum við um að það vantaði einkenni á liðið, það hefði tapast fyrir einhverju síðan. Ég held að utanaðkomandi aðilar geti séð mjög fljótt hvað það er sem við stöndum fyrir í dag."

Láki er ánægður með samstarfið við yfirþjálfara yngri flokka (Arnar Geir Halldórsson), framkvæmdastjóra félagsins (Reimar Helgason) og stjórnina. Láki segir að það hafi gefist rosalega vel fyrir Þór að vera með yfirþjálfara sem er í fullu starfi.

Ekki ánægður en sáttur
Þór endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, sjö leikmenn á annars flokks aldri komu við sögu í deildinni og þrír af þeim voru í lykilhlutverki.

„Ég er sáttur við tímabilið, ekki ánægður en eftir á er ég sáttur. Við gerðum alveg fullt af mistökum, þjálfararnir og stjórnarmenn en við náðum fljótt að leiðrétta það. Á endanum fundum við gott jafnvægi á liðið og í seinni umferðinni vorum við helvíti flottir."

„Ég held að leikmennirnir sem voru að koma inn í þetta, sem voru ansi margir og flestir af þeim ungir, þurftu tíma og svo þurfti ég líka tíma. Ég þurfti að prófa fullt af hlutum, spiluðum þriggja manna vörn sem við lentum í vandræðum með varnarlega séð. Og líka hvernig við fengum menn inn í liðið, þegar þú veist ekki hvernig byrjunarliðið er þá er erfiðara að finna leikmenn inn í það. En á miðju sumri þegar við náðum Ion og Alexander inn þá var ekki aftur snúið."


Hoppuðu eiginlega tvö ár fram í tímann
Sextán af þeim leikmönnum sem spiluðu með Þór eru fæddir eftir aldamót. Tólf aðrir leikmenn komu við sögu, einungis fjórir þeirra fæddir árið 1994 eða fyrr og einungis einn þeirra (Orri Sigurjónsson) spilaði meira en sjö leiki í sumar. Er Láki ánægður með að hafa spilað á þetta ungu liði?

„Við urðum að gera það, það var ekkert val. Ef maður fer yfir hópinn og skoðar aldurssamsetninguna þá veit ég ekki hvernig Þór ætlaði að lifa af næstu 2-3 árin ef við hefðum ekki gert það. Kosturinn við að spila 17-18 ára leikmönnum er að þeir taka svo stór stökk ef þeir fá tækifæri í meistaraflokki. Það er ekki bara hjá Þór, við sáum það líka hjá Stjörnunni í sumar. Við sáum að þessir leikmenn sem eru í 2. flokki og fengu stóra rullu hoppuðu eiginlega tvö ár fram í tímann."

Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Kristófer Kristjánsson og Aron Ingi Magnússon eru þeir þrír leikmenn sem hafa fengið hvað mesta athygli. Láki er ánægður með alla ungu strákana.

„Ragnar Óli sem var á elsta ári í 2. flokki kom óvænt inn og stóð sig gríðarlega vel. Svo erum við með aðra leikmenn sem eru aðeins eldri eins og t.d. Birgir Ómar (2001) sem er gríðarlega efnilegur miðvörður. Það er af nógu að taka."

Sætir sigrar - Vill enda ofar á næsta tímabili
Láki segir að útisigrar á Grindavík og Kórdrengjum hefðu verið sérstaklega sætir í sumar. „Þeir sigrar sneru þessu við hjá okkur. Þessir sigurleikir komu með stuttu millibili og voru þeir leikir sem héldu okkur uppi. Svo var rosalega sætt að vinna bæði HK og Fylki hérna heima. Þá sáum við hvar við stóðum á móti liðunum sem eru að fara upp."

Hann vill enda ofar á næsta tímabili. „Auðvitað viljum við það. Ætli öll liðin í deildinni séu ekki að horfa á þetta 2. - 5. sæti? Það sem er jákvætt er að við erum með mjög sterkan grunn, vorum í óvissu með hvernig liðið yrði eftir að hafa misst tólf leikmenn fyrir ári síðan en núna þá þarf aðeins að kítta upp í götin sem þeir leikmenn sem fara skilja eftir - sjáum hvaða leikmenn hérna geta leyst þau hlutverk. Við fyrstu sýn virkar þetta miklu auðveldara."

Ekki hugsað í sekúndu um að fara frá Þór
Hvernig er árið búið að vera á Akureyri?

„Það hefur verið æðislegt," segir Láki sem er í fjarbúð með Hafdísi Ebbu Guðjónsdóttur. „Henni líkar rosalega vel hér og mér finnst ágætt að fara stundum í bæinn. Mér líkar rosalega vel hjá félaginu og bærinn er ótrúlega fallegur og skemmtilegt að vera hérna."

Hefur hann á undanförnum mánuðum hugsað að hann gæti farið frá Þór?

„Nei, ekki í sekúndu. Þetta sumar var bæði gleði og vonbrigði en þegar ég kom þá hugsuðum við að eftir tvö ár myndum við setjast niður og skoða hvernig þetta hefði gengið," sagði Láki.

Í viðtalinu ræðir Láki um leikmennina þrjá sem eru horfnir á brott, Valdimar Daða Sævarsson sem er genginn í raðir Þórs og ýmislegt annað í leikmannamálum.
Athugasemdir
banner
banner
banner