Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 07. nóvember 2024 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Milan reiðubúið að tvöfalda laun Reijnders
Mynd: EPA
Ítalska félagið AC Milan er sagt reiðubúið að tvöfalda laun hollenska miðjumannsins Tijjani Reijnders til þess að fæla ensk úrvalsdeildarfélög frá leikmanninum.

Reijnders, sem er 26 ára gamall, hefur verið að njóta fótboltans hjá Milan en hann kom til félagsins frá AZ Alkmaar á síðasta ári.

Hollendingurinn hefur skorað 4 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 13 leikjum á tímabiinu, þar af þrjú mörk í Meistaradeild Evrópu.

Calciomercato segir að Milan sé það ánægt með frammistöðu hans að það sé reiðubúið að bjóða honum nýjan samning.

Félagið vill alls ekki missa hann frá sér og ætlar það að tvöfalda Reijnders í launum til þess að fæla ensk úrvalsdeildarfélög frá en Manchester City og Tottenham eru bæði sögð með augastað á honum.
Athugasemdir
banner
banner