Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. desember 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Bose-mótið: FH vann lokaleikinn gegn KR - Valur meistari
 Ingibjörg Valgeirsdóttir KR og Sigríður Lára Garðarsdóttir FH voru bestu leikmenn liðanna í dag.
Ingibjörg Valgeirsdóttir KR og Sigríður Lára Garðarsdóttir FH voru bestu leikmenn liðanna í dag.
Mynd: Origo
FH 2 - 1 KR
Mörk FH:
Helena Ósk Hálfdánardóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Mark KR
Sandra Dögg Bjarnadóttir

FH lagði KR að velli í lokaleik Bose-mótsins í ár. Liðin mættust í kvennaflokki þar sem Helena Ósk Hálfdánardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir gerðu mörk Hafnfirðinga og Sandra Dögg Bjarnadóttir skoraði fyrir KR.

Valur vinnur því Bose mótið í ár og endar með 6 stig eftir 3 umferðir. FH endar einnig með 6 stig en talsvert lakari markatölu. Innbyrðisviðureign liðanna lauk með 0-7 sigri Vals.

Valur tapaði fyrir Keflavík í lokaumferðinni og merkilega var það eini sigur Keflvíkinga í mótinu. Valur vann Bose-mótið einnig í karlaflokki.

Stöðutaflan:
1. Valur - 6 stig (15-5)
2. FH - 6 stig (8-8)
3. Keflavík - 3 stig (6-11)
4. KR - 3 stig (5-10)
Athugasemdir
banner
banner
banner