Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 07. desember 2021 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið AC Milan og Liverpool: Origi og Zlatan byrja
Origi kemur inn í byrjunarlið Liverpool.
Origi kemur inn í byrjunarlið Liverpool.
Mynd: EPA
Það eru sex leikir að hefjast í Meistaradeildinni klukkan 20:00. Þar á meðal er stórleikur Liverpool og AC Milan á San Siro í Mílanó.

Í B-riðli er Liverpool komið áfram og búið að vinna riðilinn en Porto, Atletico Madrid og AC Milan eiga öll möguleika á öðru sæti. Porto fær Atletico í heimsókn og Milan fær Liverpool í heimsókn. Porto er með fimm stig, en Atletico og Milan með fjögur.

Það er ekkert undir fyrir Liverpool í þessum leik og gerir Jurgen Klopp átta breytingar. Alisson, Mohamed Salah og Sadio Mane halda sætinu en aðrir ekki.

Divock Origi skoraði mikilvægt sigurmark gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag. Hann er verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu í kvöld.

Hjá AC Milan byrjar Zlatan Ibrahimovic meðal annars. Ibrahima Konate og Nathan Phillips fá að takast á við þann sænska.

Byrjunarlið AC Milan: Maignan, Kalulu, Romagnoli, Tomori, Hernandez, Tonali, Kessie, Messias, Diaz, Krunic, Ibrahimovic.
(Varamenn: Tatarusanu, Jungdal, Bennacer, Ballo, Florenzi, Maldini, Bakayoko, Gabbia, Saelemaekers)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, N. Williams, Konate, Phillips, Tsimikas, Morton, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Salah, Origi, Mane.
(Varamenn: Kelleher, Davies, Fabinho, Keita, Gomez, Robertson, Matip, Dixon-Bonner, Alexander-Arnold, Norris, Woltman, Bradley)

Leikir kvöldsins:

A-riðill:
17:45 PSG - Club Brugge (Viaplay)
17:45 RB Leipzig - Man City (Stöð 2 Sport 3)

B-riðill:
20:00 Porto - Atletico Madrid (Viaplay)
20:00 Milan - Liverpool (Viaplay)

C-riðill:
20:00 Dortmund - Besiktas (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Ajax - Sporting (Stöð 2 Sport 4)

D-riðill:
20:00 Shakhtar D - Sheriff (Viaplay)
20:00 Real Madrid - Inter (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner