Hefur engann áhuga á að fara frá Val
    
                                                                
                Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var í dag orðaður við ÍBV í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
                
                
                                    Fótbolti.net ræddi við Hauk Pál í dag og spurði hann út í þessa sögu.
„Ég get sagt þér það að þetta er frétt sem ég sá örugglega á sama tíma og þú. Ég hlustaði ekki á þáttinn en ég sá þessa frétt. Það er enginn fótur fyrir þessu, ég hef ekki heyrt neitt, er samningsbundinn Val og hef engann áhuga á að fara frá Val," sagði Haukur.
„Þetta hefur aldrei komið til tals. Ég á tvo ágætis vini út í Vestmannaeyjum, þá Guðjón Pétur og Eið Aron. Þeir höfðu báðir samband í dag og spurðu hvort það væri eitthvað til í þessu. Ég sagði bara nei, ég er ánægður í Val og er ekkert á leiðinni þaðan."
„Albert Brynjar er ágætis félagi minn og hann var skilst mér í þessum podcast þætti, allavega samkvæmt fréttinni sem var skrifuð á 433. Hann sagðist hafa reynt að hafa samband við mig í gegnum Snapchat áður en þátturinn fór í loftið. Ég nota Snapchat voða lítið og svaraði honum ekkert. Ég heyrði svo í honum og lét hann vita að ég væri að heyra þetta allt í fyrsta skipti frá þeim. Ég veit jafnmikið og þú held ég," sagði Haukur.
Þá fékk Fótbolti.net það staðfest í dag frá ÍBV að félagið væri ekki að sækja Hauk Pál til Eyja.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        

