Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 07. desember 2022 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bony skoraði sigurmarkið í æfingaleik með varaliði Newport County
Wilfried Bony.
Wilfried Bony.
Mynd: Getty Images
Flestra augu eru líklega á HM í Katar þessa stundina, en í Suður-Wales vakti það athygli í gær að Wilfried Bony hefði spilað og skorað sigurmark í leik með Newport County.

Bony spilaði æfingaleik fyrir með varaliði Newport gegn Swindon Town en bæði þessi félög leika í D-deildinni á Englandi.

Leikurinn endaði 2-1 en á Twitter sagði Newport frá því að Bony hefði skorað sigurmark liðsins.

Bony er fyrrum leikmaður Manchester City og Swansea en þá á hann einnig fjölmarga leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Honum líður vel í Wales eftir tíma sinn hjá Swansea og fékk því að æfa með Newport á meðan hann finnur sér nýtt félag. Hann hefur áður æft með félaginu og þekkir greinilega vel til þar.

Bony, sem verður 34 ára á laugardaginn, lék síðast með NEC Nijmegen í Hollandi. Hann er núna í leit að nýju félagi en hann minnti á sig með sigurmarki í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner