mið 08. janúar 2020 16:06
Elvar Geir Magnússon
Leikjaniðurröðun Pepsi Max 2020: Valur - KR opnunarleikur
Breiðablik leikur gegn Gróttu í 1. umferð
Íslandsmeistarar KR leika gegn Val í opnunarleik.
Íslandsmeistarar KR leika gegn Val í opnunarleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn, nýr þjálfari Breiðabliks, mætir fyrrum lærisveinum sínum í Gróttu í fyrstu umferð.
Óskar Hrafn, nýr þjálfari Breiðabliks, mætir fyrrum lærisveinum sínum í Gróttu í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum Pepsi Max-deildar karla keppnistímabilið 2020. Mótið hefst þann 22. apríl með opnunarleik Vals og Íslandsmeistara KR.

Hér má sjá niðurröðunina af vef KSÍ

Fjórir leikir verða í fyrstu umferð á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl og eru þar afar athyglisverðar viðureignir, en m.a. mætast Breiðablik og Grótta. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Ágúst Gylfason mæta sínum fyrrum lærisveinum.

Umferðin klárast svo föstudaginn 24. apríl þegar Stjarnan og Fylkir mætast.

Leikir í 1. umferð
Valur - KR
Breiðablik - Grótta
HK - FH
ÍA - KA
Víkingur R. - Fjölnir
Stjarnan - Fylkir

Leikið verður í deildinni á meðan EM 2020 fer fram í sumar, þó hlé verði að mestu gert á meðan riðlakeppni mótsins fer fram. Meðan riðlakeppnin er í gangi verða leiknar innbyrðis viðureignir þeirra liða sem taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða í júlí.

Þó mögulega sé ótímabært að spá fyrir um lokastöðu í deildinni er ljóst að lokaumferðin getur orðið mjög áhugaverð.

Lokaumferðin
Stjarnan - Breiðablik
Víkingur R. - Fylkir
ÍA - Fjölnir
HK - KA
Valur - FH
KR - Grótta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner