Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. janúar 2023 08:55
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi: Þetta er tíminn til að sýna sig og sanna
Arnór á æfingu í Portuga.
Arnór á æfingu í Portuga.
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 29 ára gamli Arnór Ingvi Traustason er leikjahæstur í íslenska landsliðshópnum sem spilar vináttulandsleik við Eistland í dag og leikur svo gegn Svíþjóð seinna í vikunni. Hann hefur skorað fimm mörk í 44 landsleikjum.

Arnór hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan í mars á liðnu ári en er spenntur fyrir því að klæðast íslensku treyjunni aftur.

Lestu um leikinn: Eistland 1 -  1 Ísland

„Það hafa orðið einhverjar breytingar á landsliðinu, það er langt síðan síðast en það er alltaf gaman að koma aftur," segir Arnór í samtali við Ómar Smárason hjá KSÍ.

Báðir leikirnir eru spilaðir í Portúgal. Verkefnið er utan alþjóðlegs landsleikjaglugga og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

„Þetta er mjög gott verkefni. Þetta eru mismunandi lið sem við mætum og geggjaður hópur. Ég er mjög spenntur. Við erum með góða blöndu, nokkra með reynslu sem geta leiðbeint. Svo eru ungir og graðir leikmenn sem vilja sýna sig og þetta er einmitt tíminn til að sýna sig og sanna; hvernig þú ert í hóp og hvernig þú ert innan og utan vallar."

Arnór gekk í raðir Norrköping á nýjan leik á síðasta ári, frá New England Revolution í Bandaríkjunum.

„Mér líður mjög vel með að vera kominn aftur til Norrköping. Ég gerði langan og góðan samning þar og er spenntur fyrir komandi árum," segir Arnór.

Leikur Eistlands og Íslands hefst klukkan 17:00 í dag, hann verður sýndur beint á Viaplay og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner