Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 08. janúar 2023 13:00
Aksentije Milisic
Yfirmaður fótboltamála hjá Man Utd: Mun ekki mikið gerast hjá okkur í janúar
Ten Hag og John Murtough
Ten Hag og John Murtough
Mynd: Getty Images

John Murtough, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United, segir að félagið muni ekki eyða miklum pening í félagsskiptaglugganum sem nú stendur yfir.


United hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en liðið er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinnar og í þremur öðrum keppnum.

Liðið er að spila mjög þétt enda í fjórum keppnum en Murtough segir að félagið eyddi mikum pening í sumar og því verður ekki mikið gert í þessum mánuði.

Hann segir þó að félagið er að leita að sóknarmanni eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið.

„Við verðum ekki uppteknir í janúar glugganum en það er samt ekkert leyndarmál að við erum að leita að sóknarmanni," sagði Murtough.

„Við eyddum 200 milljónum punda síðasta sumar. Við erum á góðri leið með planið okkar fyrir næsta sumar."

Wout Weghorst hefur verið orðaður við liðið en hann myndi þá koma á láni út tímabilið frá Besiktas.


Athugasemdir
banner
banner