Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. febrúar 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: PSG úr leik í 16-liða úrslitum
Mynd: EPA
Mynd: Lyon

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru dottnir úr leik í franska bikarnum eftir 2-1 tap í Marseille.


Alexis Sanchez tók forystuna með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik Sergio Ramos en spænska goðsögnin sá sjálf um að jafna leikinn. Það gerði Ramos með skalla eftir hornspyrnu frá Neymar í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Marseille var með yfirhöndina allan leikinn gegn stjörnum prýddu liði PSG og verðskulduðu heimamenn að taka forystuna á ný með frábæru marki Ruslan Malinovskyi í síðari hálfleik. Úkraínumaðurinn skoraði með gullfallegu bylmingsskoti þegar hann fékk boltann skoppandi við vítateigslínuna. Eins og má sjá hér.

PSG tókst ekki að skapa sér góð færi til að jafna og urðu lokatölur 2-1 fyrir Marseille, sem er komið áfram í 8-liða úrslitin.

Marseille 2 - 1 PSG
1-0 Alexis Sanchez ('31, víti)
1-1 Sergio Ramos ('45)
2-1 Ruslan Malinovskyi ('57)

Toulouse, Grenoble og Annecy eru meðal annars komin í 8-liða úrslitin en það er í fyrsta sinn í sögu Annecy sem félagið kemst svona langt í bikarnum.

Lyon er þá komið áfram eftir fyrri stórleik dagsins í dag. Lyon þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Lille úr leik eftir skemmtilegt 2-2 jafntefli.

Alexandre Lacazette skoraði og lagði upp fyrir Lyon en var skipt útaf á 65. mínútu og tók því ekki þátt í vítaspyrnukeppninni.

Lyon 2 - 2 Lille
1-0 Rayan Cherki ('8)
2-0 Alexandre Lacazette ('21)
2-1 Jonathan David ('29, víti)
2-2 Edon Zhegrova ('64)
4-2 í vítaspyrnukeppni


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner