banner
   sun 08. mars 2020 19:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fernandes 'sussaði' á Guardiola
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Manchester United. Hann var keyptur í janúar frá Sporting Lissabon í heimalandinu, Portúgal, eftir marga mánuði af sögusögnum.

Fernandes lagði í dag upp fyrra mark United fyrir Anthony Martial í 2-0 sigri á nágrönnunum í Manchester City.

Í leiknum lenti Fernandes, sem er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna Manchester United, í orðaskaki við Pep Guardiola, stjóra Manchester City. Það endaði með því að Bruno, eins og stuðningsmenn United kalla hann, setti fingur upp að munni og 'sussaði' á Guardiola.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var spurður út í þetta á blaðamannafundi eftir leik og sagði hann þá: „Þú þarft karakter til að vera hjá þessu félagi."



Athugasemdir
banner
banner
banner