Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. mars 2021 18:44
Victor Pálsson
Haaland mun fljótari en bæði Messi og Ronaldo
Mynd: Getty Images
Erling Haaland, leikmaður Borussia Dortmund, er leikmaður sem margir hafa fengið að kynnast síðustu tvö ár.

Haaland þykir vera einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims en hann er aðeins 20 ára gamall.

­Þrátt fyrir það er Norðmaðurinn orðinn fastamaður í liði Dortmund og hefur gert 32 mörk í 34 deildarleikjum fyrir félagið.

Það er athyglisvert að greina frá því að Haaland tókst að skora 100 mörk á ferlinum mun fyrr en bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Ronaldo var búinn að skora 100 mörk eftir 300 leiki og tók það Messi 210 leik að ná sömu tölu.

Haaland tókst að skora 100 mörk í aðeins 146 leikjum en einhverjir munu benda á það að hann sé að spila í veikari deild í Þýskalandi.

Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, náði sama áfanga eftir að hafa spilað 180 leiki.


Athugasemdir
banner