Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. mars 2021 18:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Óli við Bjarna: Fannst þér taktísku breytingarnar ganga upp?
Kristján Óli Sigurðsson
Kristján Óli Sigurðsson
Mynd: breidablik.is
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þér og Bjarna sinnast eitthvað, eigum við að svipta hulunni af því hvað var í gangi þar?" spurði Jóhann Skúli Jónsson, þáttarstjórnandi hlaðvarpsþáttarins Draumaliðsins fyrir rétt tæplega ári síðan. Viðmælandi Jóa var Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks og nú stór hlekkur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Sumarið 2006 hætti Bjarni Jóhannsson, nú þjálfari Njarðvíkur, sem þjálfari Breiðabliks. Bjarni var einmitt gestur Jóa Skúla í síðustu viku og spurði Jói hann út í Kristján.

„Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Kristján er fínn gæi, það er ekki það, en þegar hann er pirraður þá er hann handónýtur, bæði inn á velli og örugglega utan hans líka," sagði Bjarni í þættinum.

Kveikjan að þessari frétt er sú að Kristján Óli tjáði sig á Twitter í dag um ágreining hans og Bjarna og má sjá færslu hans hér að neðan. En fyrst að svari Kristjáns við spurningunni sem þessi grein var opnuð á. „Já já, ég held að það séu margir sem þekkja mig sem vita hvað gerðist. Það var ekki flóknara en það að við unnum fyrstu tvo leikina [lið Breiðabliks, sumarið 2006] en svo gekk ekkert í einhverja leiki. Svo vinnum við Fylki á Kópavogsvellinum, 3-2. Ég byrjaði þann leik og spilaði nánast allan leikinn. Næsti leikur var í Keflavík, Bjarni segir við mig á æfingu daginn fyrir leik að hann ætli að gera taktískar breytingar, taka mig út. Ég sagði bara 'ekkert mál'."

„Svo förum við til Keflavíkur og steinliggjum 5-0 og ég náttúrulega er ekki eins og fólk er flest. Ég spyr Bjarna inn í klefa eftir leik, hvernig honum hafi fundist þessar taktísku breytingar ganga upp. Þá var kviknað í því báli og ég var á leið úr Breiðabliki. Ég mætti ekki á æfingar í nokkra daga og var að reyna koma mér í burtu. Ég var búinn að tala við bæði Willum á Hlíðarenda og Kristó í Grafarvogi. Ég var að rölta niður í klefa hjá Fjölni þegar símtalið kemur að Bjarni sé hættur og mér sagt að drulla mér á æfingu. Ég reykspóla af stað og beint niður í Smára, þar var Óli Kristjáns mættur,"
sagði Kristján í þættinum fyrir ári síðan.

Eins og áður kom fram rifjaði Kristján þetta upp á Twitter í dag og skrifaði: „Hann tók mig úr liðinu eftir sigurinn gegn Fylki. Sagði við mig fyrir Kef leikinn að hann ætlaði að gera taktískar breytingar. Ég spurði hann inni í klefa eftir leikinn þar sem ég var á bekknum allan leikinn. Fannst þér taktísku breytingarnar ganga upp?"

Fréttaritari spurði Kristján hvort hann mundi eftir einhverri taktískri breytingu. Kristján svaraði neitandi en sagði að Bjarni hafði tekið sig út fyrir Nenad Zivanovic.

Smelltu hér til að hlusta á Draumaliðsþættina

Athugasemdir
banner
banner