Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Milivojevic ósáttur - Hættur að spila með landsliðinu
Mynd: Getty Images
Luka Milivojevic, miðjumaður Crystal Palace, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landslið Serbíu eftir að hann var ekki valinn í 30 manna hóp fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Milivojevic hefur skorað eitt mark í 38 landsleikjum á ferlinum en ýmislegt hefur gengið á í kringum landsliðsferil hans undanfarin ár.

Milivojevic hætti að spila með landsliðinu eftir HM 2018 en hann var ósáttur við þjálfarann Mladen Krstajic eftir að hafa verið tekinn af velli í leik gegn Sviss.

Ljubisa Tumbakovic tók við þjálfun Serbíu eftir HM og hann valdi Milivojevic aftur í liðið í undankeppni EM.

Dragan Stojkovic tók við Serbum í vikunni og hann ákvað að velja Milivojevic og Aleksandar Kolarov ekki í fyrsta landsliðshóp sinn.

„Ég vil þakka nýjum landsliðsþjálfara fyrir að hjálpa mér að taka ákvörðun sem ég hef verið að íhuga í þónokkurn tíma," sagði Milivojevic.

„Ég ætla klárlega að segja bless við serbnesku treyjunni 29 ára gamall. Ég óska landsliðinu alls hins besta í verkefnum sínum í framtíðinni."

„Þeim tókst að ljúka verkefni sínu með því að koma mér út úr landsliðinu og ég get einungis sjálfum mér um kennt að hafa ekki tekið þessa ákvörðun fyrr."

„Ég var áfram í liðinu því ég hélt að hlutirnir yrðu betri. Ég vona að þeir séu stoltir af sjálfum sér."

Athugasemdir
banner
banner
banner