Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. apríl 2020 21:15
Aksentije Milisic
Þýska úrvalsdeildin hefst aftur í maí
Alfreð og félagar fagna marki.
Alfreð og félagar fagna marki.
Mynd: Getty Images
Christian Seifert, forstjóri Bundesligu í Þýskalandi, hefur gefið það út að tvær efstu deildirnar þar í landi hefjist aftur í næsta mánuði.

Nokkur lið hafa hafið æfingar þar í landi í litlum hópum og í samráði við tilmæli þýskra stjórnvalda.

Þó að leikir muni hefjast á ný á öllum 36 leikvöngum, þá munu áhorfendur hins vegar ekki mæta. Það verður furðulegt fyrir stuðningsmenn að fylgjast með Bundesligu án áhorfenda en andrúmsloftið á leikdegi, stemningin og upplifunin er stór hluti af ímynd deildarinnar.

Þessa stundina er áætlunin sú að tímabilið í Þýskalandi klárist í kringum lok júní. Á meðan aðrar deildir eru ekki í gangi þá virðist sem að Bundesliga ætli að vera eina topp deildin í Evrópu sem mun fara af stað í næsta mánuði og svala þorsta fótboltaáhugamanna um allan heim.

Þrátt fyrir þetta þá má til þess geta að kórónu veiru faraldurinn er ekki horfinn í Þýskalandi. Þýskaland er enn í fjórða sæti yfir heildarfjölda tilvika í heiminum, hins vegar hefur heilbrigðiskerfi þeirra náð góðum tökum á aðstæðum þar sem dánartíðnin er frekar lág.
Athugasemdir
banner
banner