Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Rétti maðurinn til að taka við af Klopp“
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Mynd: Getty Images
Abel Xavier, fyrrum varnarmaður Liverpool og portúgalska landsliðsins, segir að Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, sé rétti maðurinn til að taka við af Jurgen Klopp sem hættir í sumar.

„Það eru örlög hans að yfirgefa Sporting Lissabon og hans nafn er alltaf í umræðunni þegar rætt er um stórlið. Ég þekki hann vel. Við tökum UEFA þjálfaragráðuna saman og Ruben hefur heillað mig mikið," segir Xavier.

„Hann er mjög auðmjúkur, yfirvegaður og með skýra hugsun. Hann er samningsbundinn og vill ekki búa til truflun því Sporting gæti unnið tvennuna."

„Með virðingu fyrir Sporting Lissabon þá væri ég til í að sjá Rúben Amorim hjá Liverpool og ég tel að hann sé rétti aðilinn til að taka við á eftir Klopp."
Athugasemdir
banner
banner