Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 08. maí 2021 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta hörkuleikur og Víkingarnir eru með hörkulið. Það var svakalega svekkjandi að fá á sig mark svona snemma leiks. Við létum það ekki slá okkur út af laginu og sköpuðum okkur nóg af færum til að gera meira en eitt eða tvö mörk," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli gegn Víkingi í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Mér fannst þetta vera klár rangstaða en ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér. Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en mér fannst þetta alltaf trufla markmanninn," sagði Jói Kalli sem var ósáttur með markið sem Víkingur skoraði á upphafsmínútu leiksins. Boltinn hrökk af Árna Snæ, markverði ÍA, í Helga Guðjónsson í netið.

„Við komumst í betri stöður, hærra á vellinum í seinni hálfleik og Þórður ver í þrígang alveg frábærlega og heldur Víkingum í forystunni þangað til við fáum vítið. Það er mín skoðun að við vorum betri í leiknum. Ég man ekki eftir neinu einasta færi sem Víkingarnir fengu."

Brynjar Snær Pálsson þótti eiga góðan dag á miðjunni hjá Skagamönnum.

„Brynjar er hörku leikmaður og á bara eftir að verða betri. Hann á eftir að fá meiri reynslu, hann er góður í fótbolta og með góðar spyrnur," sagði Jói Kalli að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner