Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. maí 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guendouzi missir af síðustu leikjum tímabilsins
Matteo Guendouzi verður ekki með þýska liðinu í lokaleikjunum
Matteo Guendouzi verður ekki með þýska liðinu í lokaleikjunum
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi verður ekki með Herthu Berlín í síðustu leikjum tímabilsins vegna meiðsla en hann er meiddur á rist.

Guendouzi er 22 ára gamall og er á láni frá Arsenal. Hann hefur spilað 24 leiki í þýsku deildinni á tímabilinu, skorað tvö og lagt upp þrjú en Hertha er í hörðum fallbaráttuslag.

Frakkinn knái mun ekki spila með liðinu í síðustu þremur leikjum tímabilsins en hann meiddist á rist í sigrinum gegn Freiburg á dögunum.

Þetta eru þungar fréttir fyrir Herthu sem þarf á sínum bestu mönnum að halda í síðustu leikjunum.

Hertha er í 14. sæti með 30 stig, jafnmörg og Arminia Bielefeld sem er í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner