Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. maí 2021 16:00
Aksentije Milisic
Lengjudeildin: Dramatík í Mosfellsbæ - Selfoss steinlá gegn Vestra
Mynd: Raggi Óla
Fyrsta umferðin í Lengjudeild karla kláraðist í dag með tveimur leikjum.

Á Fagverksvellinum í Varmá áttust við Afturelding og Kórdrengir. Kórdrengir eru nýliðar í deildinni en þeim hefur verið spáð mjög góðu gengi.

Connor Mark Simpson gerði fyrsta mark leiksins á 49. mínútu fyrir gestina. „Flott spil á milli Alberts Brynjars og Daníel Gylfa teignum, Connor bíður svo eftir boltanum hinum megin í teignum með engann mann í sér og skýtur í opið mark," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í beinni textalýsingu.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þórir Rafn Þórisson, leikmaður Kórdrengja, fékk einnig rautt spjald en hann fékk tvö gul með einungis mínútu millibili undir lok leiks.

Patrekur Orri Guðjónsson jafnaði metin undir blálokin og tryggði Aftureldingu eitt stig. Gífurlega svekkjandi fyrir Kórdrengi en bæði lið eru því komin á blað eftir fyrsta leik.

Á Selfossi áttust við heimamenn og Vestri. Þegar leikurin var orðinn 21. mínútna gamall var staðan orðin 3-0 fyrir gestina.

Vladimir Tufegdzic gerði tvö fyrstu mörkin og Nicolaj Madsen bætti því þriðja við. Þetta urðu lokatölur leiksins og því mjög góð byrjun hjá Vestra mönnum.

Afturelding 1 - 1 Kórdrengir
0-1 Connor Mark Simpson ('49 )
1-1 Patrekur Orri Guðjónsson ('90)
Rautt spjald: Davíð Smári Lamude, Kórdrengir ('43)

Selfoss 0 - 3 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic ('3 , víti)
0-2 Vladimir Tufegdzic ('19 )
0-3 Nicolaj Madsen ('21 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner