Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. júní 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgölsku miðverðirnir kosta 40 milljónir hvor
Mynd: EPA

Það eru tveir ungir portúgalskir miðverðir sem eru eftirsóttir og gætu skipt um félag í sumar. Annar þeirra heitir Goncalo Inacio og er 20 ára gamall á meðan hinn heitir David Carmo og er 22 ára.


Inacio er leikmaður Sporting með 45 milljón evra söluákvæði á meðan Carmo er hjá Braga og er með 40 milljón evra ákvæði.

Það eru mörg félög sem hafa áhuga á þessum miðvörðum og hafa Wolfsburg og Wolves verið nefnd til sögunnar.

Portúgalskir fjölmiðlar segja Braga hafa hafnað 20 milljónum evra frá Wolfsburg fyrir Carmo á meðan Wolves hefur verið að fylgjast náið með Inacio.

Þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félagsliðum sínum og í yngri landsliðum Portúgala.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner