Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fim 08. júní 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus er hætt við evrópsku Ofurdeildina
Gianluca Ferrero, nýr forseti Juventus.
Gianluca Ferrero, nýr forseti Juventus.
Mynd: EPA

Juventus FC hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist hafa ákveðið að draga sig til baka frá áformum um að stofna evrópska Ofurdeild.


Það mætti mikilli mótstöðu þegar stærstu félög evrópska fótboltans tilkynntu um áform um að stofna evrópska Ofurdeild. Flest félög voru fljót að draga sig til baka en nokkur stórveldi urðu eftir í lestinni, þar á meðal Juventus.

Nú hefur Juventus ákveðið að hætta við þessi áform og eru því aðeins tvö félög eftir í lestinni, spænsku risarnir í Real Madrid og FC Barcelona.

Arsenal, Manchester United og Liverpool eru meðal félaga sem vildu upprunalega taka þátt í Ofurdeildinni en drógu sig til baka eftir mótmæli stuðningsmanna og mikla gagnrýni úr öllum áttum.

Manchester City, Chelsea og Tottenham voru einnig með í upprunalegu Ofurdeildinni, ásamt Atletico Madrid, Inter, Juventus og AC Milan.

Æðstu menn Real Madrid, Juventus, Man Utd, Liverpool og Arsenal hefðu myndað stjórn Ofurdeildarinnar, með Florentino Perez í forsetastöðu og Andrea Agnelli, Joel Glazer, John W. Henry og Stan Kroenke sem stjórnarmeðlimi.


Athugasemdir
banner
banner
banner