Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 08. júlí 2021 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Davíð við hlið Óla Jóh.
Davíð við hlið Óla Jóh.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Frábær tilfinning að vinna loksins leik. Ég held það sé kominn einn og hálfur mánuður síðan (ef frá er talinn bikarsigurinn gegn Njarðvík). Maður sá það inn í klefa að leikmönnum var létt, alveg eins og manni sjálfum og okkur í þjálfarateyminu. Það er bara frábær tilfinning."

„Margt gott við þennan leik, ýmislegt sem við getum gert betur en við sáum það klárlega að þetta er lið sem við eigum að fara áfram á móti,"
sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Já, mér fannst við betri í fyrri hálfleik en svo fannst mér þetta jafnast aðeins út í seinni hálfleik. Þetta var allt í lagi, leikurinn var jafn en mér finnst við vera með betra lið en þeir," sagði Davíð aðspurður hvort honum hafi fundist sitt lið vera betra liðið á vellinum í dag.

Einkenni liða sem eru að ströggla
Það var ákveðið taktleysi í leik FH á köflum, sendingar sem virkuðu einfaldar voru að klikka og vantaði að tengja betur milli manna.

„Ég er sammála því, það sem við vildum gera var að láta þá spila út frá markmanni. Við vildum fá þá út á vinstri hliðina þeirra og setja pressu á það þannig. Það virkaði mjög vel og ég veit ekki hversu oft við unnum boltann þegar þeir reyndu að setja boltann út á vængmanninn sinn og Pétur var mættur og vann boltann. Við fengum álitlegar sóknir út frá því."

..Það vantaði að tengja fleiri sendingar og hitta á samherja. Það er oft einkenni þeirra liða sem eru að ströggla en ég er alveg viss um að þessi sigur mun gefa okkur ennþá meira sjálfstraust. Úti í Írlandi ætlum við að halda sömu ákefð, varnarleikurinn þarf að vera jafngóður en svo þurfum við að bæta ofan á sóknarlega, vera öflugri þar og halda boltanum betur inn á liðsins."


Hjálpaði að spila manni fleiri
Fyrirliði Sligo fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik og FH lék manni fleir lokamínúturnar. Það hjálpaði aðeins?

„Já, klárlega. Þetta var búið að jafnast dálítið út í seinni hálfleik og þeir voru síst lakari á kaflanum áður en hann er rekinn út af. Það hjálpaði klárlega."

Geta leyft sér að liggja aðeins til baka
Hvernig verður undirbúningurinn fyrir seinni leikinn?

„Að sjálfsögðu er gott að fara með 1-0 forskot inn í seinni leikinn og við munum halda áfram að drilla það sem við viljum gera. Við þurfum að vera solid varnarlega, við getum bætt skyndisóknum við okkar leik og leyft okkur að liggja aðeins til baka. Eins og við sáum í þessum leik eru klárlega möguleikar í því og við þurfum aðeins að vinna í því. Við þurfum að halda 'shapei' í leiknum á fimmtudaginn og þá er ég viss um að við förum áfram úr þessu einvígi," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner