Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   fim 08. júlí 2021 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Davíð við hlið Óla Jóh.
Davíð við hlið Óla Jóh.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Frábær tilfinning að vinna loksins leik. Ég held það sé kominn einn og hálfur mánuður síðan (ef frá er talinn bikarsigurinn gegn Njarðvík). Maður sá það inn í klefa að leikmönnum var létt, alveg eins og manni sjálfum og okkur í þjálfarateyminu. Það er bara frábær tilfinning."

„Margt gott við þennan leik, ýmislegt sem við getum gert betur en við sáum það klárlega að þetta er lið sem við eigum að fara áfram á móti,"
sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Já, mér fannst við betri í fyrri hálfleik en svo fannst mér þetta jafnast aðeins út í seinni hálfleik. Þetta var allt í lagi, leikurinn var jafn en mér finnst við vera með betra lið en þeir," sagði Davíð aðspurður hvort honum hafi fundist sitt lið vera betra liðið á vellinum í dag.

Einkenni liða sem eru að ströggla
Það var ákveðið taktleysi í leik FH á köflum, sendingar sem virkuðu einfaldar voru að klikka og vantaði að tengja betur milli manna.

„Ég er sammála því, það sem við vildum gera var að láta þá spila út frá markmanni. Við vildum fá þá út á vinstri hliðina þeirra og setja pressu á það þannig. Það virkaði mjög vel og ég veit ekki hversu oft við unnum boltann þegar þeir reyndu að setja boltann út á vængmanninn sinn og Pétur var mættur og vann boltann. Við fengum álitlegar sóknir út frá því."

..Það vantaði að tengja fleiri sendingar og hitta á samherja. Það er oft einkenni þeirra liða sem eru að ströggla en ég er alveg viss um að þessi sigur mun gefa okkur ennþá meira sjálfstraust. Úti í Írlandi ætlum við að halda sömu ákefð, varnarleikurinn þarf að vera jafngóður en svo þurfum við að bæta ofan á sóknarlega, vera öflugri þar og halda boltanum betur inn á liðsins."


Hjálpaði að spila manni fleiri
Fyrirliði Sligo fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik og FH lék manni fleir lokamínúturnar. Það hjálpaði aðeins?

„Já, klárlega. Þetta var búið að jafnast dálítið út í seinni hálfleik og þeir voru síst lakari á kaflanum áður en hann er rekinn út af. Það hjálpaði klárlega."

Geta leyft sér að liggja aðeins til baka
Hvernig verður undirbúningurinn fyrir seinni leikinn?

„Að sjálfsögðu er gott að fara með 1-0 forskot inn í seinni leikinn og við munum halda áfram að drilla það sem við viljum gera. Við þurfum að vera solid varnarlega, við getum bætt skyndisóknum við okkar leik og leyft okkur að liggja aðeins til baka. Eins og við sáum í þessum leik eru klárlega möguleikar í því og við þurfum aðeins að vinna í því. Við þurfum að halda 'shapei' í leiknum á fimmtudaginn og þá er ég viss um að við förum áfram úr þessu einvígi," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner