Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 08. júlí 2021 20:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Klárlega lið sem við eigum að fara áfram á móti
Davíð við hlið Óla Jóh.
Davíð við hlið Óla Jóh.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Frábær tilfinning að vinna loksins leik. Ég held það sé kominn einn og hálfur mánuður síðan (ef frá er talinn bikarsigurinn gegn Njarðvík). Maður sá það inn í klefa að leikmönnum var létt, alveg eins og manni sjálfum og okkur í þjálfarateyminu. Það er bara frábær tilfinning."

„Margt gott við þennan leik, ýmislegt sem við getum gert betur en við sáum það klárlega að þetta er lið sem við eigum að fara áfram á móti,"
sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

„Já, mér fannst við betri í fyrri hálfleik en svo fannst mér þetta jafnast aðeins út í seinni hálfleik. Þetta var allt í lagi, leikurinn var jafn en mér finnst við vera með betra lið en þeir," sagði Davíð aðspurður hvort honum hafi fundist sitt lið vera betra liðið á vellinum í dag.

Einkenni liða sem eru að ströggla
Það var ákveðið taktleysi í leik FH á köflum, sendingar sem virkuðu einfaldar voru að klikka og vantaði að tengja betur milli manna.

„Ég er sammála því, það sem við vildum gera var að láta þá spila út frá markmanni. Við vildum fá þá út á vinstri hliðina þeirra og setja pressu á það þannig. Það virkaði mjög vel og ég veit ekki hversu oft við unnum boltann þegar þeir reyndu að setja boltann út á vængmanninn sinn og Pétur var mættur og vann boltann. Við fengum álitlegar sóknir út frá því."

..Það vantaði að tengja fleiri sendingar og hitta á samherja. Það er oft einkenni þeirra liða sem eru að ströggla en ég er alveg viss um að þessi sigur mun gefa okkur ennþá meira sjálfstraust. Úti í Írlandi ætlum við að halda sömu ákefð, varnarleikurinn þarf að vera jafngóður en svo þurfum við að bæta ofan á sóknarlega, vera öflugri þar og halda boltanum betur inn á liðsins."


Hjálpaði að spila manni fleiri
Fyrirliði Sligo fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik og FH lék manni fleir lokamínúturnar. Það hjálpaði aðeins?

„Já, klárlega. Þetta var búið að jafnast dálítið út í seinni hálfleik og þeir voru síst lakari á kaflanum áður en hann er rekinn út af. Það hjálpaði klárlega."

Geta leyft sér að liggja aðeins til baka
Hvernig verður undirbúningurinn fyrir seinni leikinn?

„Að sjálfsögðu er gott að fara með 1-0 forskot inn í seinni leikinn og við munum halda áfram að drilla það sem við viljum gera. Við þurfum að vera solid varnarlega, við getum bætt skyndisóknum við okkar leik og leyft okkur að liggja aðeins til baka. Eins og við sáum í þessum leik eru klárlega möguleikar í því og við þurfum aðeins að vinna í því. Við þurfum að halda 'shapei' í leiknum á fimmtudaginn og þá er ég viss um að við förum áfram úr þessu einvígi," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner