Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. júlí 2022 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn laus allra mála (Staðfest)
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir norska félagið Vålerenga.

Hann er búinn að yfirgefa herbúðir félagsins, hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.

„Ég fékk leyfi í fyrra að fá að fara í þessum glugga og ég er mjög þakklátur félaginu fyrir að leyfa mér á endanum að fara frítt þar sem markaðurinn er aðeins öðruvísi eftir Covid," segir Viðar en það er auðveldara fyrir hann að finna sér nýtt félag á frjálsri sölu.

„Ég er þakklátur fyrir tímann minn hér og mjög spenntur fyrir nýrri áskorun."

Viðar, sem er 32 ára, gekk aftur í raðir Vålerena sumarið 2020. Síðan þá er hann búinn að gera 18 mörk í 40 deildarleikjum, eða mark í tæplega öðrum hverjum leik.

Viðar langar í nýja áskorun áður og það er mikill áhugi á þessum mikla markaskorara, meðal annars frá félögum í Evrópu og Asíu. Hann er núna að skoða næsta skref.
Athugasemdir
banner
banner