Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 08. ágúst 2018 14:50
Magnús Már Einarsson
Hamren í löngu viðtali: Ætlum að koma aftur á óvart
Icelandair
Hamren glaðbeittur á fréttamannafundi í dag.
Hamren glaðbeittur á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren og Freyr Alexandersson á fréttamannafundinum.
Erik Hamren og Freyr Alexandersson á fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það fyrsta sem ég hugsaði þegar Ísland hafði samband var, áhugavert!" sagði Erik Hamren sem var í dag ráðinnn landsliðsþjálfari Íslands til næstu tveggja ára.

Hamren ræddi fyrst við KSÍ fyrir tveimur vikum og hann hefur síðan þá verið að kynna sér íslenska liðið.

„Ég var á leiknum gegn Argentínu á HM í sumar. Ég var þar með liði mínu frá Suður-Afríku. Það var góð reynsla. Ég hef síðan horft á aðra leiki í sjónvarpi og tölvu."

„Ég á eftir að kynnast liðinu betur en ég þekki nokkuð vel hvernig liðið spilaði í Rússlandi. Það eru líka leikmenn sem voru ekki í Rússlandi sem ég þarf að kynnast og ég þarf að kynnast mörgu en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu."


Ekki miklar breytingar gegn Sviss
Í dag er nákvæmlega mánuður í fyrsta leik Íslands undir stjórn Hamren. Ísland mætir þá Sviss í Þjóðadeildinni. Hamren reiknar ekki með miklum breytingum á hópnum þar.

„Þegar við hittumst í fyrsta skipti reikna ég ekki með miklum breytingum. Flestir leikmenn í hópnum eiga ennþá nokkur ár eftir af ferlinum. Leikmennirnir sem spiluðu á HM verða auðvitað í stóru hlutverki í liðinu."

„Ég vil bæta allt, bæði sókn og vörn. Það er metnaður minn sem þjálfari. Þú vilt bæta þig á hverju ári og þú ert aldrei alveg sáttur. Það verða ekki miklar breytingar. Hugarfar mitt er þannig að það eigi ekki að breyta ef hlutir ganga vel. Það má reyna að bæta þá en ekki breyta þeim. Það er margt í leik íslenska liðsins sem ég er hrifinn af."


Ánægður með Frey
Freyr Alexandersson verður aðstoðarmaður Hamren. Svíinn er ánægður með Frey eftir fyrstu fundi þeirra.

„Þekking hans á leikmönnum landsliðsins og liðinu er mikilvæg. Þegar þú kemur í nýtt lið þá þarftu að reyna að halda í góðu hlutina. Fundirnir með honum hafa gengið mjög vel. Ég hef hrifist af honum, þekkingu hans og hungri í fótbolta. Persónuleiki hans og hugarfar er gott og ég hlakka mikið til að vinna með honum," sagði Hamren.

Belgar sigurstranglegastir
Ísland mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í haust og Hamren fer brattur inn í þá leiki.

„Belgar eru sigurstranglegastir í okkar riðli. Þeir enduðu í 3. sæti á HM og eru líka mjög gott lið. Allir riðlarnir í efstu deild eru mjög erfiðir. Ísland hefur áður komið á óvart minn metnaður liggur í því að koma einu sinni enn á óvart," sagði Hamren bjartsýnn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Hamren: Kannski stærsta áskorunin á mínum ferli
Athugasemdir
banner
banner
banner