Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 08. ágúst 2018 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Erik Hamren mætti á leik Fjölnis og Keflavíkur
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands. Hann tekur við starfinu af Heimi Hallgrímssyni.

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ sagði Hamren að Íslandsstarfið væri „væri kannski mesta áskorunin á ferli sínum.

Smelltu hér til að sjá langt viðtal Hamren við Fótbolta.net.

Strax mættur til vinnu
Hamren er strax mættur í vinnuna en í kvöld var hann staddur á fallbaráttuslag Fjölnis og Keflavíkur. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Hamren var nú örugglega ekki að skoða leikmenn fyrir fyrsta landsliðshóp sinn í september, heldur var hann væntanlega að fá smjörþefinn af íslenskum fótbolta.

Með Hamren í för voru aðstoðarþjálfari hans, Freyr Alexandersson, umboðsmaðurinn Marcus Allback og Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Hér að neðan er mynd.



Athugasemdir
banner
banner