Breskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hafði mikinn áhuga á að kaupa Nathan Ake áður en grannar þeirra í Manchester City festu kaup á leikmanninum.
Hollendingurinn gekk í raðir City í vikunni á 41 milljón punda en United vildi fá þennan örvfætta miðvörð í sínar raðir.
Hollendingurinn gekk í raðir City í vikunni á 41 milljón punda en United vildi fá þennan örvfætta miðvörð í sínar raðir.
Sky Sports greinir frá því að United hafi þurft meira fjármagn áður en liðið gæti boðið í Ake, þar sem liðið stefnir á að kaupa Jadon Sancho. Liðið hefur reynt að selja Marcos Rojo en það hefur ekki gengið eftir, hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan í nóvember mánuði árið 2018.
Þá mun Chris Smalling ekki ganga í raðir Roma en Roma gat ekki borgað sú upphæð sem United vildi fyrir leikmanninn.
Ake hefur nú þegar spilað 146 leiki í ensku úrvalsdeildinni en Hector Bellerin og Luke Shaw eru einu varnarmennirnir sem eru yngri en 25 ára sem hafa spilað fleiri leiki en hann.
Athugasemdir