Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 08. ágúst 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Moreno sagði nei takk við Forest og verður áfram hjá Betis
Mynd: EPA
Spænski vinstri bakvörðurinn Alex Moreno fer ekki til Nottingham Forest þó enska félagið náði samkomulagi við Real Betis um kaupverðið.

Moreno sjálfur ákvað að afþakka tilboð Forest og halda áfram hjá Betis. Hann þakkar Forest fyrir áhugann en segir að Betis sé heimili sitt.

Moreno er 29 ára gamall og hefur spilað fyrir Betis síðustu þrjú ár en hann gerði 5 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð er liðið varð bikarmeistari.

Forest er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur farið hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið tapaði 2-0 fyrir Newcastle í fyrstu umferðinni um helgina.






Athugasemdir
banner
banner
banner