Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir Evrópuleikinn gegn Flora Tallinn í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Tvær breytingar eru á Víkingsliðinu frá sigurleiknum gegn FH á dögunum. Gunnar Vatnhamar er meiddur og er ekki í hóp. Það var ákveðin óvissa með hann í gær, en hann er ekki með. Þá fer Helgi Guðjónsson á bekkinn.
Tvær breytingar eru á Víkingsliðinu frá sigurleiknum gegn FH á dögunum. Gunnar Vatnhamar er meiddur og er ekki í hóp. Það var ákveðin óvissa með hann í gær, en hann er ekki með. Þá fer Helgi Guðjónsson á bekkinn.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Flora Tallinn
Inn í þeirra stað koma Jón Guðni Fjóluson og Valdimar Þór Ingimundarson.
Flautað verður til leiks klukkan 18:15.
Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir