Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marseille leggur fram nýtt tilboð í Nketiah
Mynd: EPA
Marseille er í viðræðum við Arsenal um kaup á enska framherjanum Eddie Nketiah. Arsenal hafnaði tilboði frá franska liðinu á dögunum.

David Ornstein hjá The Athletic greindi frá því á dögunum að Arsenal hafi hafnað um 25 milljón evra tilboði. Það er þó talið nálægt því sem Arsenal vill fá fyrir leikmanninn.

Fabrizio Romano greinir nú frá því að nýtt tilboð hafi borist frá Marseille í Nketiah.

Leikmaðurinn hefur samþykkt að ganga til liðs við Marseille og ef félögin ná saman mun hann skrifa undir fimm ára samning.


Athugasemdir
banner
banner