PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   sun 08. september 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
David í viðræðum við Lille þrátt fyrir áhuga úr úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kanadíski framherjinn Jonathan David staðfesti í dag að hann sé í viðræðum við franska félagið Lille um nýjan samning.

David er algjör lykilmaður í liði Lille þar sem hann er liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar en á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

David hefur skorað 87 mörk og gefið 20 stoðsendingar í 190 leikjum með Lille og reyndu ýmis félög að krækja í hann í sumar en án árangurs.

Manchester United, Chelsea og Tottenham voru meðal annars orðuð við David en Aston Villa er talið hafa komist lengst í viðræðum við Lille um kaupverð.

„Við erum í viðræðum við Olivier Letang (forseta Lille) um nýjan samning," sagði David við The Athletic í dag. „Við verðum að sjá til hvernig það fer.

„Ég er spenntur fyrir að spila í ensku úrvalsdeildinni en ég er í raun opinn fyrir öllu."

Athugasemdir
banner
banner
banner