Markmaðurinn, Katelin Talbert, er komin í raðir Tottenham Hotspur á láni út tímabilið frá nágrönnum þeirra í West Ham United.
Talbert er 25 ára gamall markmaður og mun koma til með að spila með Tottenham út tímabilið sem er framundan.
Katelin Talbert var að mála hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar fyrir þremur árum í Lengjudeild kvenna áður en hún skipti yfir til Benfica árið 2022. Hjá FH spilaði hún 14 deildarleiki og 4 bikarleiki. Hún tók þátt í bikarævintýri FH-inga þegar þær fóru alla leið í undanúrslitin.
Hún gekk til liðs við West Ham fyrir tímabilið í fyrra en hún fór síðan á lán til Djurgardens IF seinni hluta seinasta tímabils og spilaði þar 14 leiki. Í dag er hún gengin til liðs Tottenham.
Fyrsti leikur Tottenham á tímabilinu er gegn Crystal Palace á heimavelli þann 22. september. Opnunarleikur deildarinnar fer hins vegar fram þann 20. september þegar Chelsea mætir Aston Villa.
We are delighted to announce the signing of goalkeeper Katelin Talbert on loan from West Ham United. ??
— Tottenham Hotspur Women (@SpursWomen) September 7, 2024
Welcome, Katelin! ????